Í dag eru 24 ár liðin frá einstöku atviki í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar Paolo Di Canio, leikmaður West Ham, sýndi af sér drengskap sem lengi hefur verið í minnum hafður.
Í leik Everton og West Ham meiddist Paul Gerrard, markvörður Everton, í úthlaupi yst í vítateignum. Leikmaður West Ham náði boltanum og sendi hann fyrir markið þar sem Di Canio var í dauðafæri. Ítalinn reyndi hins vegar ekki að nýta sér þessar aðstæður og í stað þess að skila boltanum í tómt markið, greip hann boltann, benti á Gerrard og óskaði eftir aðstoð fyrir hann.
Áhorfendur á Goodison Park risu á fætur og klöppuðu fyrir Di Canio sem var síðan heiðraður af FIFA þegar hann fékk háttvísisverðlaun sambandsins.
Atvikið eftirminnilega má sjá í meðfylgjandi myndskeiði:
Paolo Di Canio won the FIFA fair play award for this moment 👏 pic.twitter.com/pqflBiXuyr
— Former Footballers (@FinishedPlayers) September 6, 2024