Og Óskarinn hlýtur...

Anthony Taylor með gula spjaldið í höndunum á meðan Rasmuns …
Anthony Taylor með gula spjaldið í höndunum á meðan Rasmuns Höjlund og Kyle Walker ræða málin eftir leikþátt Walkers. AFP/Paul Ellis

Rasmus Höjlund, danski framherjinn hjá Manchester United, hefur sent Kyle Walker, fyrirliða Manchester City, skilaboð vegna leikrænna tilburða í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Þeir Höjlund og Walker ruku saman í fyrri hálfleik og settu höfuðin saman. Walker hrundi síðan skyndilega niður á jörðina, greinilega í þeim tilgangi að reyna að fá rautt spjald á Höjlund. Dómari leiksins sá í gegnum leikþáttinn, kallaði báða til sín og sýndi þeim gula spjaldið.

Höjlund setti eftirfarandi á Instagram:

„Manchester er rauð,

„Fjólur eru bláar,

„Þvílík frammistaða,

„En Óskarinn hlýtur...."

Kyle Walker liggur á jörðinni eftir ósannfærandi leiklistartilburði sem færðu …
Kyle Walker liggur á jörðinni eftir ósannfærandi leiklistartilburði sem færðu honum ekkert nema gult spjald. AFP/Paul Ellis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert