Liverpool-maðurinn aftur meiddur?

Diogo Jota fagnar marki sínu gegn Fulham um helgina.
Diogo Jota fagnar marki sínu gegn Fulham um helgina. AFP/Oli Scarff

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Diogo Jota gat ekki tekið þátt í æfingu með félagsliði sínu Liverpool í gær. Jota er nýsnúinn aftur eftir tveggja mánaða fjarveru vegna meiðsla á rifbeinum.

Hann skoraði jöfnunarmark Liverpool í jafntefli gegn Fulham, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni á laugardag og þótti líklegur til að byrja næsta leik, gegn Southampton í átta liða úrslitum enska deildabikarsins annað kvöld.

Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, greindi hins vegar frá því á fréttamannafundi í morgun að Jota hafi ekki æft í gær og myndi því ekki byrja leikinn á morgun. Slot fór hins vegar ekki nánar út í hvort Portúgalinn gæti yfir höfuð tekið þátt í leiknum.

Gríski vinstri bakvörðurinn Kostas Tsimikas, sem hefur verið frá vegna meiðsla undanfarnar vikur, mun samkvæmt Slot snúa aftur til æfinga í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert