Rashford er tilbúinn að yfirgefa United

Marcus Rashford er að öllum líkindum á förum frá Manchester …
Marcus Rashford er að öllum líkindum á förum frá Manchester United. AFP/Oli Scarff

Enski knattspyrnumaðurinn Marcus Rashford segist vera reiðubúinn að yfirgefa stórlið Manchester United. 

Rashford, sem er 27 ára gamall og hefur allan sinn feril leikið hjá Manchester United, sagði sjálfur frá þessu í samtali við fjölmiðlamanninn og rithöfundinn Henry Winter. 

„Ég er tilbúinn í næstu áskorun og næstu skref. 

Þegar ég fer frá Manchester United þá mun ekki heyrast neitt neikvætt í garð félagsins frá mér. Þannig er ég,“ sagði Rashford sem gefur sterklega í skyn að hann sé á förum frá félaginu. 

Rashford var ekki í leikmannahópi Manchester United í sigri liðsins á nágrönnum sínum í Manchester City síðastliðinn sunnudag. Þá kom orðrómur fyrr í dag um að United væri tilbúið að selja leikmanninn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert