Verður næsti stjóri Úlfanna

Vitor Pereira er næsti sjóri karlaliðs Wolves í knattspyrnu.
Vitor Pereira er næsti sjóri karlaliðs Wolves í knattspyrnu. AFP/Mauro Pimentel

Portúgalinn Vitor Pereira verður næsti stjóri karlaliðs Wolves í ensku knattspyrnunni. 

Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá en Gary O'Neil var rekinn sem stjóri liðsins eftir tap gegn Ipswich í ensku úrvalsdeildinni um helgina. 

Pereira, sem er 56 ára gamall, kemur til Wolves frá Al-Shabab í Sádi-Arabíu en Úlfarnir verða að borga félaginu 800 þúsund pund fyrir sjtórann. 

Pereira hefur farið víða á sínum þjálfaraferli en hann hefur meðal annars stýrt Porto í heimalandinu, Olympiacos á Grikklandi, Fenerbahce í Tyrklandi tvívegis og Flamengo í Brasilíu. 

úlfarnir eru í 19. sæti deildarinnar með níu stig eftir 16 leiki, fimm stigum frá öruggu sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert