Jesus tryggði Arsenal sæti í undanúrslitum

Arsenal er komið í undanúrslit deildarbikarsins í knattspyrnu eftir 3:2-sigur gegn Crystal Palace í Lundúnum í kvöld.

Ekki er vitað hverjum Arsenal mætir í undanúrslitum en dregið verður í undanúrslit á morgun eftir viðureign Tottenham og Manchester United.

Það tók ekki langan tíma fyrir Crystal Palace að komast yfir. Á fjórðu mínútu sendi Dean Henderson markvörður Crystal Palace langan bolta fram völlinn sem Jakub Kiwior varnarmaður Arsenal misreiknaði. Jean-Philippe Mateta slapp í gegn, hélt Kiwior frá sér og skoraði af öryggi í fjærhornið.

Arsenal ógnaði lítið í fyrri hálfleik en liðið var töluvert meira með boltann. Liðið komst næst því að skora á tíundu mínútu þegar hornspyrnu Leandro Trossard var bjargað á línu af Jefferson Lerma.

Staðan í hálfleik var 1:0, Crystal Palace í vil. 

Raheem Sterling fékk tvö dauðafæri í upphafi seinni hálfleiks til að jafna metin. Kieran Tierney átti góða sendingu fyrir markið á Sterling á fjærstönginni en Henderson varði. Frákastið fór fyrir fætur Sterlings sem setti boltann í slána fyrir opnu marki en þröngri stöðu.

Á 54. mínútu jafnaði Gabriel Jesus metin fyrir Arsenal. Varamaðurinn Martin Ödegaard fann Jesus í teignum sem kom sér framhjá Trevoh Chalobah og vippaði boltanum snyrtilega yfir Henderson í marki Crystal Palace.

Jesus kom Arsenal yfir á 73. mínútu. Bukayo Saka kom með sendingu inn fyrir á Jesus sem hamraði boltanum í fjærhornið.

Jesus fullkomnaði síðan þrennu sína á 81. mínútu. Ödegaard kom með góða stungusendingu á Jesus sem rakti boltann í átt að markinu og skoraði örugglega framhjá Henderson.

Palace-menn neituðu þó að gefast upp og á 85. mínútu minnkaði gamli Arsenal-maðurinn Eddie Nketiah. Það kom eftir fyrirgjöf frá Nathaniel Clyne sem fann kollinn á Nketiah sem skallaði boltann í netið.

Mörkin urðu ekki fleiri og lokaniðurstöður því 3:2-sigur Arsenal.

 

 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Southampton 1:2 Liverpool opna
90. mín. Leik lokið Þetta er búið. Liverpool er komið í undanúrslit í enska deildarbikarnum. Lokatölur á St Mary's Stadium er 2:1 fyrir Liverpool.

Leiklýsing

Arsenal 3:2 Crystal Palace opna loka
90. mín. Það verða að lágmarki fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert