Barton enn og aftur í vandræðum

Joey Barton.
Joey Barton. AFP

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn hefur komið sér í vandræði eina ferðina enn. Hann hefur verið ákærður fyrir að skrifa ljót skilaboð ætluð Jeremy Vine, sjónvarpsmanni hjá breska ríkisútvarpinu, og fyrrverandi knattspyrnukonunni Lucy Ward.

Barton hefur þegar þurft að greiða Vine bætur fyrir ljót orð sem fyrrverandi miðjumaðurinn lét falla um hann á samfélagsmiðlum. Barton var þá gert að biðjast opinberlega afsökunar á X-aðgangi sínum, sem hann og gerði.

Lögreglan í Cheshire hefur greint frá því að Barton muni þar mæta fyrir rétt en að enn eigi eftir að ákveða dagsetninguna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert