Ítalski knattspyrnumaðurinn Federico Chiesa fær langþráð tækifæri með Liverpool í kvöld þegar liðið heimsækir Southampton í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins.
Þetta tilkynnti Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, á blaðamannafundi í gær en Chiesa, sem er 27 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá Juventus í sumar fyrir 13 milljónir punda.
Hann hefur aðeins komið við sögu í þremur leikjum með Liverpool á tímabilinu og hefur aðeins byrjað einn þeirra en hann hefur verið að glíma við vöðvameiðsli undanfarna mánuði.
Ítalski landsliðsmaðurinn hefur verið afar óheppinn með meiðsli á undanförnum árum en hann lék síðast með Liverpool-liðinu í lok septembermánaðar.