Enska knattspyrnufélagið Liverpool fylgist náið með Hollendingnum Jeremie Frimpong, hægri vængbakverði Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen.
Sky Sport í Þýskalandi greinir frá því að Liverpool hafi áhuga á leikmanninum sem mögulegum arftaka Trent Alexander-Arnold, fari svo að hann yfirgefi félagið. Samningur Alexander-Arnolds rennur út næsta sumar.
Ekki er búist við því að Liverpool beri víurnar í Frimpong, sem er 24 ára gamall, í félagaskiptaglugganum í janúar. Félagið mun áfram fylgjast með Hollendingnum og gæti lagt fram tilboð næsta sumar.