Amorim tjáir sig um stöðu Rashfords

Marcus Rashford.
Marcus Rashford. AFP/Oli Scarff

Marcus Rashford, leikmaður enska knattspyrnufélagsins Manchester United, er heill heilsu og klár í slaginn fyrir leik liðsins gegn Bournemouth í 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fer á sunnudaginn kemur á Old Trafford.

Þetta tilkynnti Ruben Amorim, stjóri United, á blaðamannafundi eftir leik United og Tottenham í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins í Lundúnum í gær.

Rashford var ekki í leikmannahóp United í gær þegar liðið féll úr leik eftir 4:3-tap en hann hefur verið orðaður við brottför frá félaginu undanfarna daga.

„Já hann er klár í slaginn,“ sagði Amorim þegar hann var spurður að því hvort Rashford væri heill heilsu en Rashford hefur verið utan hóps í síðustu leikjum United og óvíst hvort hann verði með liðinu um helgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert