Sean Dyche, knattspyrnustjóri Everton, segir nýja eigendur félagsins, The Friedkin Group, TFG, styðja fyllilega við bakið á sér.
Dyche hefur þegar rætt við Marc Watts, sem verður nýr stjórnarformaður eftir að TFG keypti félagið.
„Að vinna leiki kemur manni í mjúkinn. Fyrir utan það kom hann því á hreint að þeir sýni mér, starfsliðinu og leikmönnum ekkert nema stuðning. En maður verður að vinna leiki, það er bara eðlilegt,“ sagði Dyche á fréttamannafundi í dag.
Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir 15 leiki.