Verður næsti knattspyrnustjóri Southampton

Ivan Juric.
Ivan Juric. AFP/Andrea Solaro

Króatíski knattspyrnustjórinn Ivan Juric er að taka við enska úrvalsdeildarfélaginu Southampton.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Juric, sem er 49 ára gamall, var sagt upp störfum hjá Roma í nóvember.

Hann hefur stýrt Mantova, Crotone, Genoa, Hellas Verona, Torino og Roma á þjálfaraferlinum en hann á að baki fimm A-landsleiki fyrir Króatíu.

Skotanum Russell Martin var sagt upp störfum hjá Southampton á sunnudaginn var en Southampton, sem er nýliði í úrvalsdeildinni, situr í 20. og neðsta sæti deildarinnar með fimm stig, níu stigum frá öruggu sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert