Enskur heimsmeistari látinn

George Eastham er fyrir miðju í neðri röðinni.
George Eastham er fyrir miðju í neðri röðinni. AFP

George Eastham, einn af heimsmeisturum Englands í knattspyrnu árið 1966, er látinn 88 ára að aldri.

Eastham lék 19 landsleiki með enska landsliðinu. Hann kom þó ekki við sögu í neinum leik með enska landsliðinu á HM 1966 þrátt fyrir að vera í hópnum.

Eastham spilaði með liðum eins og Newcastle, Arsenal og Stoke. Hann lék 194 deildarleiki með Stoke og skoraði sigurmarkið gegn Chelsea í úrslitum deildabikarsins árið 1972.

Leikmenn Stoke munu spila með sorgarbönd er liðið mætir Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni í dag. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert