George Eastham, einn af heimsmeisturum Englands í knattspyrnu árið 1966, er látinn 88 ára að aldri.
Eastham lék 19 landsleiki með enska landsliðinu. Hann kom þó ekki við sögu í neinum leik með enska landsliðinu á HM 1966 þrátt fyrir að vera í hópnum.
Eastham spilaði með liðum eins og Newcastle, Arsenal og Stoke. Hann lék 194 deildarleiki með Stoke og skoraði sigurmarkið gegn Chelsea í úrslitum deildabikarsins árið 1972.
Leikmenn Stoke munu spila með sorgarbönd er liðið mætir Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni í dag.
We're saddened to hear of the passing of George Eastham OBE at the age of 88.
— England (@England) December 21, 2024
George won 19 caps in his #ThreeLions career and was a member of our 1966 @FIFAWorldCup-winning squad.
Our condolences go to George's family and friends. pic.twitter.com/aNfgSlfu9r