Manchester United hefur gengið frá kaupum á hinum 17 ára gamla Diego León. Félagaskiptamógúllinn Fabrizio Romano greinir frá þessu á samfélagsmiðlum sínum.
Þetta eru fyrstu kaup félagsins undir stjórn Rúben Amorim sem tók við í síðasta mánuði.
León kemur frá paragvæska félaginu Cerro Porteno en United mun greiða fjórar milljónir Bandaríkjadala fyrir hann.
León mun ekki ganga til liðs við United fyrr en næsta sumar þegar hann hefur náð átján ára aldri.
🚨 Diego León has signed all documents to join Manchester United in 2025. 🇵🇾
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 20, 2024
Contracts in place for 17 year old left back to become Man United player from July 2025, when he turns 18.
Deal sealed by Jason Wilcox after South America lead scout Giuseppe Antonaccio pushed for León… pic.twitter.com/9Ye6dJ5aBR