Haaland: Þarf að líta í eigin barm

Erling Haaland.
Erling Haaland. AFP/Paul Ellis

Manchester City mátti þola níunda tap sitt í síðustu 12 leikjum er liðið tapaði gegn Aston Villa, 2:1, í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Að sjálfsögðu erum við svekktir, þetta er ekki nógu gott og þetta er ekki nógu gott hjá mér,“ sagði Haaland í viðtali við TNT Sports eftir leikinn.

Erling Haaland hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið en sá norski hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu sex leikjum.

„Við þurfum að halda áfram, við þurfum að trúa og halda áfram að leggja okkur fram. Ég þarf að líta í eigin barm. Ég hef ekki verið að gera nógu vel, mér hefur ekki tekist að skora úr mínum færum. Ég þarf að gera betur,“ sagði Norðmaðurinn.

Haaland kom Pep Guardiola, stjóra Manchester City, til varnar eftir leikinn.

„Hann hefur unnið ensku úrvalsdeildina sex sinnum á sjö árum, við skulum ekki gleyma því. Hann mun finna lausnir. Hann hefur gert það á hverju einasta ári,“ sagði Haaland um Guardiola.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka