Niðurbrotinn eftir meiðslin

Mason Mount hefur átt í erfiðleikum með meiðsli.
Mason Mount hefur átt í erfiðleikum með meiðsli. AFP/Paul Ellis

Mason Mount er aftur kominn á meiðslalista Manchester United eftir að hafa farið út af meiddur í leik United gegn Manchester City í síðustu viku.

Mount hefur verið mikið meiddur síðan hann gekk í raðir Manchester United á síðasta ári en hann hefur þegar misst af 37 leikjum sem leikmaður United.

„Orð geta ekki lýst því hversu niðurbrotinn ég er, eins og sáuð örugglega á mér er ég meiddist. Ég vissi hvað þetta þýddi.

Stuðningsmenn United, þið þekkið mig ekki vel ennþá en ég get fullvissað ykkur um eitt, ég mun aldrei gefast upp eða missa trúna.

Ég hef sagt þetta áður en ég mun halda áfram að leggja mig allan fram til að komast í gegnum þetta erfiða tímabil og mun ekki hætta fyrr en það tekst,“ sagði Mount í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka