Slot vill að Tottenham vinni bikar

Arne Slot fór fögrum orðum yfir Ange Postecoglou.
Arne Slot fór fögrum orðum yfir Ange Postecoglou. AFP/Oli Scarff

Tottenham og Liverpool mætast á morgun í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Arne Slot, stjóri Liverpool, hrósaði Ange Postecoglou, stjóra Tottenham, í hástert fyrir leikinn.

„Ange er að vinna frábært starf. Ég vona að hann vinni bikar, ekki deildabikarinn samt. Ég held með liði hans í Evrópudeildinni,“ sagði Slot en Liverpool og Tottenham mætast í undanúrslitum deildabikarsins.

„Fólk talar um titla, titla og titla og að það sé svo mikilvægt. Fyrir mér er hvernig fótbolta hann spilar mun mikilvægara,“ bætti Hollendingurinn við.

Tottenham situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 16 umferðir. Liðið hefur engur að síður skorað næstflest mörk allra í deildinni.

„Mér finnst það vera forréttindi að vera ársmiðahafi hjá félaginu og vera stuðningsmaður félagsins á þessari stundu vegna þess að þeir spila svo skemmtilegan bolta,“ sagði Slot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert