Amorim: „Allt er svo erfitt“ hjá United

Ruben Amorim tók við sem knattspyrnustjóri United í nóvember.
Ruben Amorim tók við sem knattspyrnustjóri United í nóvember. AFP/Darren Staples

Manchester United tapaði 3:0 gegn Bournemouth á Old Trafford í dag og er í 13. sæti í ensku úrvalsdeild karla með 22 stig.

„Í augnablikinu er allt svo erfitt. Að tapa 3:0 á heimavelli er mjög erfitt fyrir alla í félagi eins og United,“ sagði Ruben Amorim knattspyrnustjóri liðsins á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Auðvitað eru stuðningsmenn vonsviknir og þreyttir, þú finnur það í andrúmsloftinu um leið og leikurinn byrjaði. Andre Onana fékk markspyrnu, hann er að reyna að finna möguleika og ýta leikmönnum áfram en allir eru svo stressaðir,“ sagði Amorim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert