Manchester United tapaði 3:0 gegn Bournemouth á Old Trafford í dag og er í 13. sæti í ensku úrvalsdeild karla með 22 stig.
„Í augnablikinu er allt svo erfitt. Að tapa 3:0 á heimavelli er mjög erfitt fyrir alla í félagi eins og United,“ sagði Ruben Amorim knattspyrnustjóri liðsins á blaðamannafundi eftir leikinn.
„Auðvitað eru stuðningsmenn vonsviknir og þreyttir, þú finnur það í andrúmsloftinu um leið og leikurinn byrjaði. Andre Onana fékk markspyrnu, hann er að reyna að finna möguleika og ýta leikmönnum áfram en allir eru svo stressaðir,“ sagði Amorim.