Bournemouth sigraði Manchester United 3:0 í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í Manchester í dag.
Þetta var í annað skipti á tveimur tímabilum sem Bournemouth sigraði United 3:0 á Old Trafford. Mörkin í dag skoruðu Dean Huijsen, Justin Kluivert úr vítaspyrnu og Antoine Semenyo.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.