Leikmaður Watford varð fyrir kynþáttaníði þegar liðið mætti Burnley á Turf Moor, heimavelli Burnley, í leik í næstfestu deild í knattspyrnu á Englandi í gær.
Burnley biðlar til fólks sem varð vitni að hafa samband við lögregluna í Lancashire sem er að rannsaka málið.
„Fordómar eiga ekki erindi á fótboltaleikjum né í samfélaginu og við fordæmum slíka hegðun. Við erum að vinna náið með Watford, dómurum leiksins og lögreglunni við rannsókn málsins,“ stendur á heimasíðu Byrnley.
Byrnley vann leikinn 2:1 og er í þriðja sæti í næstefstu deild.
We are deeply concerned by allegations of abuse directed towards a Watford player during the first half of today’s fixture at Turf Moor.
— Burnley FC (@BurnleyOfficial) December 21, 2024
Anyone with information related to this incident is encouraged to come forward by contacting the police directly or our Fan Experience Team.