Vitor Pereira stýrði Wolves í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu þegar liðið sigraði Leicester 3:0 í dag.
Portúgalinn kom til Wolves frá Al-Shabab í Sádi-Arabíu og byrjar mjög vel með Úlfana sem eru aðeins tveimur stigum frá öruggu sæti eftir sigurinn.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.