Marcus Rashford er ekki í leikmannahópi Manchester United sem mætir Bournemouth í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag.
Þetta er þriðji leikur United í röð þar sem Rashford kemst ekki inn í hópinn en hann spilaði síðast 56 mínútur gegn Viktoria Plzen í Evrópudeildinni 12. desember.
Hann er 27 ára gamall og virðist ekki vera í miklu uppáhaldi hjá Ruben Amorim sem tók við United í nóvember.