Salah marka- og stoðsendingahæstur

Mohamed Salah að fagna fjórða marki Liverpool í kvöld.
Mohamed Salah að fagna fjórða marki Liverpool í kvöld. AFP/Glyn Kirk

Mohammed Salah er marka- og stoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu eins og staðan er í dag eftir frábæran leik Liverpool gegn Tottenham í London í dag.

Salah lagði upp tvö mörk og skoraði tvö í leiknum en hann er núna markahæstur í deildinni með 15 mörk. Á eftir honum er Erling Haaland með 13 mörk og þriðji er Cole Palmer með 11 mörk.

Salah hefur núna lagt upp 11 mörk á tímabilinu en Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, er næstur á eftir honum með 10 stoðsendingar.

Hann hefur samtals komið að 26 mörkum Liverpool í deildinni í 16 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert