Wolves galopnaði botnbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag með því að vinna stórsigur á Leicester á útivelli, 3:0.
Fyrir leikinn skildu fimm stig liðin að í sautjánda og nítjánda sæti. Leicester er áfram með 14 stig í 17. sætinu en Wolves fór upp fyrir Ipswich og í það átjánda en bæði lið eru með 12 stig.
Botnlið Southampton náði síðan markalausu jafntefli gegn Fulham í London og er með 6 stig. Fulham er hins vegar í 9. sætinu með 25 stig en nýtti ekki tækifæri til að fara upp fyrir bæði Manchester City og Newcastle og í sjöunda sætið.
Goncalo Guedes kom Úlfunum yfir á 19. mínútu í Leicester og á lokakafla fyrri hálfleiks bættu Rodrigo Gomes og Matheus Cunha við mörkum þannig að staðan var 3:0 í hálfleik. Það urðu síðan lokatölurnar.