Fer að hætta að svara þessum spurningum

Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou. AFP/Glyn Kirk

Ange Postecoglou, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, er orðinn þreyttur á spurningum um varnarleik sinna minna.

Varnarmennirnir Cristian Romero, Micky van de Ven og Destiny Udogie voru allir fjarverandi í 3:6-tapi fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Auk þess er aðalmarkvörðurinn Guglielmo Vicario frá vegna meiðsla.

Á fréttamannafundi eftir leik var Postecoglou spurður hvort að vandamálin mætti rekja til þess að byrjunarliðs miðverðir Tottenham, Romero og van de Ven, séu fjarverandi.

„Ég fer að hætta að svara þessum spurningum. Ef fólk á erfitt með að sjá hið augljósa ætla ég ekki að benda því á það.

Þið getið gert það sem þið viljið við þessi ummæli. Já, við erum að fá á okkur mikið af mörkum.

Ef þið vilji horfa framhjá þeirri staðreynd að okkur vantar markvörð, tvo miðverði og vinstri bakvörð og haldið að það hafi ekkert að gera með það sem við höfum að gera þá veit ég ekki hvað ég á að segja lengur,“ sagði stjórinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert