Fyrrverandi leikmaður Liverpool rekinn

Charlie Adam lék með Liverpool á sínum tíma.
Charlie Adam lék með Liverpool á sínum tíma. www.liverpoolfc.tv

Enska knattspyrnufélagið Fleetwood Town hefur vikið Skotanum Charlie Adam frá störfum en hann tók við Fleetwood á gamlársdag í fyrra.

Adam mistókst að halda Fleetwood í C-deildinni á síðustu leiktíð og er liðið í 18. sæti D-deildarinnar um þessar mundir eftir sex leiki í röð án sigurs.

Adam, sem lék með liðum á borð við Liverpool, Stoke og Blackpool á sínum tíma, var í sínu fyrsta starfi sem aðalþjálfari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert