Músagangur herjar á Old Trafford

Mús gengur um völlinn í Evrópuleik Manchester United.
Mús gengur um völlinn í Evrópuleik Manchester United. AFP/Oli Scarff

Mikill músagangur herjar á Old Trafford, heimavöll enska knattspyrnuliðsins Manchester United, um þessar mundir. 

DailyMail fjallar um málið en þar kemur fram að rannsakendur hafi verið sendir á Old Trafford af heilbrigðisyfirvöldum. Á svæðinu fundu þeir skýrar leifar eftir mýs, meðal annars þar sem matur er meðhöndlaður.

Einkunn Manchester United fyrir hreinlæti er tveir eftir skoðunina en í desember á síðasta ári fékk félagið aðeins einn í einkunn eftir að hrár kjúklingur var borinn á borð en í kjölfarið veiktist fjöldi fólks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert