Enska knattspyrnufélagið Manchester United skuldar öðrum félögum 331 milljón punda eða um 58 milljarða íslenskra króna.
Telegraph segir frá en skuldin er fyrir kaup félagsins á leikmönnum en hún hefur aldrei verið hærri.
Þá hefur hún nánast tvöfaldast undanfarin tvö ár vegna þeirra fjárhæða sem United setti í leikmannakaup á meðan Erik ten Hag var stjóri karlaliðs félagsins.
Þrátt fyrir öll þessi kaup liðsins situr það í 13. sæti deildarinnar yfir jólin.