Versti árangur United í 38 ár

Rúben Amorim hefur ekki farið vel af stað með Manchester …
Rúben Amorim hefur ekki farið vel af stað með Manchester United. AFP/Darren Staples

Manchester United verður í 13. sæti ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu yfir jól en það er versti árangur liðsins í 38 ár. 

United var skellt af Bournemouth, 3:0, á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Liðið er með 22 stig, 17 stigum frá toppliði Liverpool. 

Þetta er versti árangur United í deildinni fyrir jól síðan 1986, eða fyrsta tímabil goðsagnarinnar Sir Alex Ferguson. 

Þá var United-liðið í 15. sæti yfir jólin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert