Meiðsli Saka, leikmanns enska knattspyrnufélagsins Arsenal, gætu verið enn verri en fyrst var talið.
Saka meiddist í 5:1-sigri Arsenal á Crystal Palace á laugardaginn var í ensku úrvalsdeildinni.
Tveimur dögum eftir meiðsli var talið að Saka yrði frá í fjórar til sex vikur, en þá kæmi hann aftur í kringum byrjun febrúar.
Hins vegar greinir DailyMail frá því að Arsenal óttist að Saka gæti verið frá þar til í mars.