Manchester United var þegar farið að leita að framtíðarstjóra þegar félagið ákvað að gefa Erik ten Hag nýjan samning í sumar.
Telegraph segir frá en í sumar skrifaði ten Hag undir ársframlengingu við United en samningur hans var þá til ársins 2026.
Ten Hag var rekinn undir lok október og tók Portúgalinn Rúben Amorim við liðinu stuttu síðar.
Manchester United ætlaði að reka ten Hag eftir síðasta tímabil en eftir að liðið varð bikarmeistari var ákveðið að framlengja samning Hollendingsins.
Hins vegar hefur Telegraph heimildir fyrir því að forráðamenn United sáu aldrei ten Hag sem langtímalausn heldur frekar sem stjóra til að stýra liðinu Þangað til eftirmaðurinn yrði fundinn.
Þrátt fyrir það gaf United ten Hag 200 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn í sumar, aðeins til að reka hann 115 dögum síðar.