Manchester City gerði 1:1-jafntefli gegn Everton í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag og áreiðanlega vítaskyttan Erling Haaland klúðraði vítaspyrnu.
Staðan var 1:1 þegar City fékk vítaspyrnu og Haaland fór á punktinn en Jordan Pickford varði frá honum.
Pickford er fyrsti markmaðurinn til þess að verja vítaspyrnu frá Haaland sem fyrir leikinn hafði skorað úr 15 af 16 vítaspyrnum í deildinni en hann skaut í stöngina gegn Sheffield United árið 2023.
„Lífið er ekki auðvelt, íþróttir eru ekki auðveldar, þegar svona kemur upp þá er það allt í lagi,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City um vítaklúðrið.