Pep: City kemst kannski ekki í Meistaradeild Evrópu

Pep Guardiola er knattspyrnustjóri Manchester City.
Pep Guardiola er knattspyrnustjóri Manchester City. AFP/Paul Ellis

Manchester City er í sjöunda sæti í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu og hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum liðsins.

„Eina liðið sem hefur alltaf verið í Meistaradeild Evrópu síðustu ár er Manchester City en núna er möguleiki á að við missum af sæti,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City.

City er í fjórtánda sinn í röð að taka þátt í Meistaradeildinni og félagið vann hana í fyrsta sinn tímabilið 2022/23.

Efstu fjögur sæti deildarinnar fá pláss í Meistaradeildinni og City er aðeins fjórum stigum frá því og tímabilið er ekki hálfnað.

City hefur gengið mjög illa undanfarið og aðeins unnið einn leik í öllum keppnum síðan í október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert