Slot sá fjórði í sögunni

Arne Slot.
Arne Slot. AFP/Oli Scarff

Arne Slot, knattspyrnustjóri karlaliðs Liverpool, er sá fjórði í sögunni til að vera með lið sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar á jóladag sem nýr stjóri liðs. 

Slot tók við Liverpool-liðinu fyrir tímabilið en Liverpool-menn eru í toppsæti deildarinnar með fjögurra stiga forystu og leik til góða. 

Slot fylgir þar með í fótspor þeirra José Mourinho, Carlo Ancelotti og Antonio Conte, en allir þrír voru á toppnum á sínu fyrsta tímabili sem stjórar Chelsea. 

Í öll þrjú skiptin vann Chelsea deildina, sem er góðs viti fyrir nýja stjóra Liverpool. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert