Þriðja tap United í röð

Goncalo Guedes og Manuel Ugarte eigast við í kvöld.
Goncalo Guedes og Manuel Ugarte eigast við í kvöld. AFP/Henry Nicholls

Wolves vann góðan 2:0 sigur á liði Manchester United á Molineux-vellinum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Það var Matheus Cunha sem skoraði fyrra mark heimamanna beint úr hornspyrnu á 58. mínútu leiksins og svo átti hann stoðsendingu á Hwang Hee-Chan sem gulltryggði sigur Wolves á áttundu mínútu í uppbótatíma.

Þessi úrslit þýða að Wolves er komið úr fallsæti í bili að minnsta kosti en liðið er í 17. sæti deildarinnar eftir þennan sigur með 15 stig. Manchester United er aftur á móti í 14. sætinu með 22 stig.

Það var ekki mikið um marktækifæri í fyrri hálfleik en Diogo Dalot átti mjög gott skot á mark Wolves á 20. mínútu leiksins en hann fékk þá góða sendingu frá Bruno Fernandes en Jose Sá, markvörður Wolves, varði virkilega vel frá honum. Besta færi heimamanna fékk Jørgen Strand Larsen á 26. mínútu leiksins en þá átti Nelson Semedo flotta sendingu fyrir mark Manchester United en Andre Onana varði skalla hans mjög vel í horn. Heimamenn voru þó líklegri til að skora en gestirnir og það var sérstaklega Matheus Cunha sem var duglegur í liði Wolves en staðan í hálfleik var 0:0.

Í upphafi seinni hálfleiks dró heldur betur til tíðinda en eftir aðeins 90 sekúndur fékk Bruno Fernandes að líta gula spjaldið fyrir brot en það var hans annað gula spjald og því fylgdi það rauða í kjölfarið og gestirnir þurfu því að spila manni færri það sem eftir var leiksins. Eftir þetta rauða spjald hjá Bruno Fernandes tóku heimamenn öll völd á vellinum og voru nokkrum sinnum nálægt því að koma boltanum í netið.

Það var einmitt það sem gerðist á 58. mínútu leiksins en þá fékk Wolves hornspyrnu. Matheus Cunho gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr hornspyrnunni. Matt Doherty og Santiago Bueno voru í kringum Andre Onana, markmann Manchester United, og hann virtist meira vera að hugsa um það að ýta þeim frá og ékk boltann yfir sig. Heimamenn héldu áfram að sækja eftir þetta mark en voru ekki að komast í alvöru marktækifæri.

Það var lítið í gangi hjá liði Manchester United þangað til að Ruben Amorim gerði þrefalda skiptingu á 63. mínútu leiksins en sérstaklega var það Christian Eriksen sem lét hluti gerast hjá gestunum. Heimamenn bökkuðu aftur á móti og reyndu að halda fengnum hlut. Þrátt fyrir að vera meira með boltann á lokakafla leiksins náðu gestirnir ekki að koma boltanum í netið. Casemiro átti góðan skalla sem Jose Sá varði á 68. mínútu leiksins og svo átti Antony skot í hliðarnetið nokkrum mínútum síðar.

Í lokasókn leiksins náðu heimamenn svo að gulltryggja sigurinn en þá töpuðu leikmenn Manchester United boltanum á miðjum vallarhelmingi Wolves og þar sem nánast allir leikmenn gestanna voru í leit að jöfnunarmarki og afar framarlega voru allt í einu tveir leikmenn Wolves komnir einir í gegn. Besti maður vallarins í kvöld, Matheus Cunho, tók gott hlaup og ákvað að senda boltann á Hwang Hee-Chan sem þurfti bara að renna boltanum yfir línuna. Stuttu síðar var flautað til leiksloka og 2:0 sigur heimamanna staðreynd.

Wolves spilar næst við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en leikurinn er á sunnudaginn á Tottenham Hotspur Stadium. Leikmenn Manchester United fá aftur á móti lið Newcastle í heimsókn á Old Trafford næstomandi mánudagskvöl

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Wolves 2:0 Man. United opna loka
90. mín. Matt Doherty (Wolves) fær gult spjald
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert