Hákon spilaði í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni

Hákon Rafn Valdimarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Hákon Rafn Valdimarsson í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, er kominn inn á í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni með félagsliði sínu Brentford. Nú stendur yfir leikur liðsins gegn Brighton & Hove Albion.

Mark Flekken, hollenskur aðalmarkvörður Brentford, meiddist í fyrri hálfleik og neyddist til að fara af velli.

Í hans stað kom Hákon Rafn inn á 36. mínútu. Hann er 23 ára gamall og er að spila sinn þriðja leik fyrir aðallið Brentford.

Áður hafði Hákon Rafn spilað tvo leiki í enska deildabikarnum á yfirstandandi tímabili.

Í leik Brighton og Brentford er staðan markalaus þegar fyrri hálfleik fer senn að ljúka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert