Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, átti stóran þátt í seinna marki Birmingham City þegar liðið vann Burton Albion, 2:0, í ensku C-deildinni í gær.
Markið var sjálfsmark eftir gott spil og hættulega sendingu Willums inn í markteiginn en markið má sjá í myndskeiðinu fyrir neðan.
Birmingham komst með sigrinum á topp C-deildarinnar með 48 stig og á einn til tvo leiki til góða á næstu lið á eftir en liðið hefur nú unnið átta síðustu leiki sína í deild og bikar.
Don't underestimate the build-up play that led to that second goal. 👏
— Birmingham City FC (@BCFC) December 27, 2024
Tap for extended highlights from yesterday.