Manchester United setti í gær met í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem félagið hefði án efa viljað sleppa við.
United tapaði þá fyrir Wolves, 2:0, og beið með því sinn fimmta ósigur í öllum keppnum í desember 2024.
Á síðasta ári gerðist það sama, United tapaði fimm leikjum í desember, og þetta hefur aldrei áður gerst hjá félaginu tvö ár í röð frá stofnun úrvalsdeildarinnar árið 1992.