Hákon Rafn Valdimarsson er þessa stundina að spila sinn fyrsta leik fyrir Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.
Hákon Rafn hefur þurft að verma bekkinn allt tímabilið en fékk loks sitt fyrsta tækifæri í sterkustu deild heims þegar hollenski aðalmarkvörðurinn Mark Flekken meiddist í fyrri hálfleik og þurfti að fara af velli.
Myndskeið af því þegar Hákon Rafn kemur inn á í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik á 36. mínútu má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samstarfi við Símann Sport.