Knattspyrnustjóri Manchester United, Ruben Amorim, er ánægður með Harry Maguire, fyrrum fyrirliða United.
Maguire hefur verið í byrjunarliði United í síðustu þremur leikjum liðsins í ensku deildinni og verður mögulega með fyrirliðabandið þegar United mætir Newcastle á morgun því Bruno Fernandes er í banni.
„Þið verðið að bíða og sjá hver verður fyrirliði. Maguire hefur verið mjög duglegur. Hann er einbeittur á að spila og hugsar ekki um það sem fólk segir.
Hann er ekki með neina afsökun. Hann hefur gengið í gegnum erfiða tíma og er fyrirmynd fyrir aðra. Maguire er hérna til þess að spila og hjálpa liðinu sem hann er að reyna að gera,“ sagði Amorim.