Les fyrirliða United pistilinn

Bruno Fernandes svekktur eftir að hafa fengið rautt spjald gegn …
Bruno Fernandes svekktur eftir að hafa fengið rautt spjald gegn Wolves. AFP/Henry Nicholls

Graeme Souness, sparkspekingur og fyrrverandi leikmaður Liverpool og skoska landsliðsins, er allt annað en sáttur við Bruno Fernandes, fyrirliða enska knattspyrnuliðsins Manchester United. 

Fernandes var rekinn af velli í seinni hálfleik í tapi United fyrir Wolves, 2:0, á annan í jólum. Þetta var þriðja rauða spjald fyrirliðans á tímabilinu en United-liðið situr í 14. sæti deildarinnar með 22 stig. 

Souness vill meina að Fernandes sé ekki góður fyrirliði. 

„Fernandes er hæfileikaríkasti leikmaður Manchester United. Hann er meðal þeirra bestu í deildinni þegar kemur að því. Hins vegar eru aðrir hlutir í leik hans alls ekki nógu góðir. 

Hvernig hann hegðar sér þegar gengi United er slæmt er ábótavant. Hann kennir liðsfélögum sínum um og hann er með armbandið. 

Hvers konar fyrirmynd er það fyrir ungu strákana í liðinu? Ég tel hann hafa mjög neikvæð áhrif á Manchester United,“ skrifaði Souness meðal annars hjá DailyMail. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert