Magnaðir Forest-menn í öðru sæti (myndskeið)

Nottingham Forest vann góðan sigur á Everton, 2:0, í 19. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu í Guttagarði í dag. 

Forest-liðið er að eiga magnað tímabil og er í öðru sæti með 37 stig eftir 19 umferðir. 

Chris Wood og Morgan Gibbs-White skoruðu mörk Forest-liðsins í dag. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér að ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert