Mohamed Salah var ómyrkur í máli þegar hann var spurður út í samningsviðræður hans við enska knattspyrnufélagið Liverpool.
Salah fór enn einu sinni á kostum í sigri Liverpool á West Ham, 5:0, í ensku úrvalsdeildinni í Lundúnum fyrr í kvöld.
Samningur hans hjá Liverpool rennur út næsta sumar en það hefur verið mikið umræðuefni í ensku pressunni á þessu tímabili.
Salah var spurður í viðtali eftir leik hversu langt samningsviðræðurnar væru komnar.
„Við erum langt frá því,“ svaraði Salah.