Enska knattspyrnufélagið Millwall hefur ráðið Skotann Alex Neil sem knattspyrnustjóra karlaliðsins. Gerir hann þriggja ára samning við félagið.
Neil tekur við af nafna sínum Neil Harris sem lét af störfum á dögunum eftir óheppileg ummæli um stuðningsmenn félagsins eftir tapleik, en hann kallaði stuðningsmenn sem bauluðu á liðið vitleysinga.
Neil stýrði síðast Stoke frá 2022 til 2023 og þar á undan Sunderland, Preston og Norwich. Hann kom síðastnefnda liðinu upp í ensku úrvalsdeildina en féll strax í kjölfarið.
Millwall er í 14. sæti B-deildarinnar með 28 stig eftir 14 leiki.