Liverpool rústaði West Ham í Lundúnum

Liverpool-menn voru í banastuði í Lundúnum.
Liverpool-menn voru í banastuði í Lundúnum. AFP/Adrian Dennis

Liverpool niðurlægði West Ham, 5:0, í 19. umferð ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á London-leikvanginum í Lundúnum í kvöld.

Liverpool-liðið er í toppsæti deildarinnar með 45 stig, átta stigum meira en Nottingham Forest og leik til góða. 

West Ham er í 13. sæti með 23 stig. 

Luis Díaz kom Liverpool yfir á 30. mínútu leiksins með föstu skoti eftir að hafa fengið boltann aftur frá Vladimir Coufal, 0:1. 

Cody Gakpo bætti við öðru marki Liverpool tíu mínútum síðar eftir sendingu frá Mohamed Salah, 0:2. 

Salah var síðan sjálfur á ferðinni á 44. mínútu er hann skoraði eftir sendingu frá Curtis Jones, 0:3, sem voru hálfleikstölur. 

Trent Alexander-Arnold bætti við fjórða marki Liverpool á 54. mínútu með skoti utan teigs sem fór af Max Kilman og í netið. 

Varamaðurinn Diogo Jota skoraði síðan fimmta og síðasta mark Liverpool á 84. mínútu eftir góða stoðsendingu frá Salah. 

Liverpool fær Manchester United í heimsókn í næstu umferð en West Ham heimsækir Manchester City. 

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

West Ham 0:5 Liverpool opna loka
90. mín. Fjórum mínútum bætt við leikinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert