Enn slær Salah met

Mohamed Salah skýtur að marki í leiknum í gærkvöldi.
Mohamed Salah skýtur að marki í leiknum í gærkvöldi. AFP/Adrian Dennis

Mohamed Salah sló enn eitt metið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að skora eitt mark og leggja upp tvö í 5:0-sigri Liverpool á West Ham United í gærkvöldi.

Salah hefur nú bæði skorað og lagt upp mark í alls átta leikjum í deildinni á yfirstandandi tímabili. Það hefur enginn gert jafn oft á einu tímabili í 32 ára sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Enn er síðari helmingur tímabilsins eftir og því ekki loku fyrir það skotið að egypski sóknarmaðurinn bæti enn eigið met.

Salah hefur farið með himinskautum á tímabilinu en hann er bæði marka- og stoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu með 17 mörk og 13 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert