Hákon gæti spilað gegn Arsenal

Hákon Rafn Valdimarsson.
Hákon Rafn Valdimarsson. Ljósmynd/Brentford

Landsliðsmarkvörðurinn Hákon Rafn Valdimarsson gæti verið í markinu þegar Brentford fær Arsenal í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á nýársdag. 

Hákon lék sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn föstudag á útivelli gegn Brighton en þá kom hann inn á fyrir meiddan Mark Flekken. 

Hákon spilaði 54 mínútur, auk uppbótartíma, og stóð sig með prýði í markalausu jafntefli liðanna. 

Hefur fulla trú á Hákoni

Thomas Frank stjóri Brentford var spurður út í stöðuna á Flekken á blaðamannafundi í dag. 

„Enn er of snemmt að segja hvort hann geti spilað gegn Arsenal en vonandi. 

Ef ekki þá hef ég fulla trú á að Hákon verði meira en tilbúinn að spila sinn fyrsta byrjunarliðsleik í ensku úrvalsdeildinni. 

Hann stóð sig mjög vel gegn Brighton og ég var ánægður með hann,“ svaraði Frank. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert