Höfum ekki unnið neitt ennþá

Nuno Espírito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest.
Nuno Espírito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest. AFP/Justin Tallis

Nuno Espírito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, áréttar að liðið hafi ekki áorkað neinu ennþá þrátt fyrir að liðið sé í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.

„Við njótum þess og sérstaklega vegna þess að stuðningsmenn okkar njóta með okkur. En það breytir engu og við megum ekki breytast.

Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við höfum ekki unnið neitt ennþá. Við stóðum okkur mjög vel, sérstaklega í dag.

Þetta var mjög erfiður leikur og bæði lið fengu mjög litla hvíld fyrir hann,“ sagði Espírito Santo í samtali við breska ríkisútvarpið eftir 2:0-sigur Forest á Everton í Liverpool í deildinni í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert