„Kíki á úrslitin hjá Everton og brosi“

Neal Maupay er samningsbundinn Everton en skýtur fast á félagið.
Neal Maupay er samningsbundinn Everton en skýtur fast á félagið. AFP/Oli Scarff

Franski knattspyrnumaðurinn Neal Maupay, sem leikur sem lánsmaður hjá Marseille í heimalandinu, skýtur föstum skotum á Everton sem er liðið sem hann er samningsbundinn.

Maupay gekk til liðs við Everton sumarið 2022 en hefur ekki átt sjö dagana sæla í Liverpool-borg og var lánaður til Brentford á síðasta tímabili áður en hann hélt að láni til Marseille.

„Alltaf þegar ég er að eiga slæman dag kíki ég á úrslitin hjá Everton og brosi,“ skrifaði Maupay á X-aðgangi sínum í gær eftir að liðið tapaði 0:2 fyrir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.

Honum líkaði greinilega dvölin hjá Everton afar illa þar sem Maupay líkti henni við fangelsisvist í ágúst síðastliðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert