Rashford snýr aftur

Marcus Rashford hefur ekki spilað með United síðan 12. desember.
Marcus Rashford hefur ekki spilað með United síðan 12. desember. AFP/Paul Ellis

Marcus Rashford er aftur í leikmannhópi Manchester United fyrir leikinn gegn Newcastle í 19. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Old Trafford í kvöld. 

Rashford hefur verið utan hóps í síðustu leikjum eftir að hafa átt í útstöðum við nýja knattspyrnustjóra liðsins Rúben Amorim. 

Hann verður hins vegar með liðinu í kvöld en leikurinn byrjar klukkan 20 og verður í beinni textalýsingu á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert